Fer fyrir Bale eins og Woodgate? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 16:45 Gareth Bale gengur af velli eftir að hafa meiðst í leik með Real Madrid. Vísir/Getty Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate. Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26
Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30
Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00