Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 19:30 Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira