Cai Zhenhua, fyrrverandi heimsmeistari í borðtennis, hefur tekið við stöðu forseta Knattspyrnusambands Kína. Reuters greinir frá.
Zhenhua, sem vann fjölmörg afrek í borðtennis bæði sem leikmaður og ekki síður sem þjálfari, tekur við stöðunni af hinum 75 ára gamla Yuan Weimin sem gegnt hefur stöðunni í rúman áratug.
Zhenhua gegnir einnig stöðu aðstoðarmanns íþróttamálaráðherra Kínverja. Hann heitir því að koma kínverskri knattspyrnu aftur á kortið.
Karlalandslið þjóðarinnar er án þjálfara eftir að Juan Antonio Camacho var rekinn í júní í kjölfar slæmra úrslita. Dropinn sem fyllti mælinn var 5-1 tap gegn Tælandi. Landsliðið situr í 92. sæti á styrkleikalista FIFA.
Borðtenniskappi orðinn höfuð knattspyrnunnar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

