Sport

Seahawks-liðið fékk óvenjulegan stuðning í háloftunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið.

Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York.

Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan.

Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum.

Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd.  Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér.

Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni.

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #‎NFLisland.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×