Eli hélt að Peyton Manning væri búinn eftir fyrstu aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 22:30 Eli Manning og Peyton Manning hafa báðir unnið titilinn. Vísir/NordicPhotos/Getty Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira