Eli hélt að Peyton Manning væri búinn eftir fyrstu aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 22:30 Eli Manning og Peyton Manning hafa báðir unnið titilinn. Vísir/NordicPhotos/Getty Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira