Vantar enn aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti Haraldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2014 09:03 Rannsókn MAST leiddi á sínum tíma í ljós að nautabökur Gæðakokka í Borgarnesi innihéldu ekkert kjöt. Vísir/Stefán Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira