Á kostnað annarra Gauti Skúlason skrifar 9. febrúar 2014 22:34 Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun