Segir kannabisnotkun algenga meðal NFL-leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2014 11:32 Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers. Vísir/Getty Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira
Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira