Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-30 | ÍR enn með í baráttunni Róbert Jóhannsson í Kaplakrika skrifar 6. febrúar 2014 17:02 ÍR-ingar unnu FH í kvöld öðru sinni í Olís-deild karla í handknattleik og komust með sigrinum örlítið nær sæti í úrslitakeppni í vor. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en í blálokin þegar FH-ingar köstuðu í rauninni frá sér boltanum á lokasekúndunum. ÍR fór betur af stað og náði mest sex mörkum yfir, 13-7, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra. Þeir hertu tökin í vörninni og skoruðu tíu mörk gegn fimm á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og munaði þar mestu um stórleik Ísaks Rafnssonar skyttu og innkomu Sigurðar Arnar Arnarssonar í markið. FH-ingar náðu að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks en ÍR-ingum tókst alltaf að vera einu skrefi framar og láta heimamenn elta sig. Heimamenn náðu aldrei að komast yfir og átti það mögulega sinn þátt í því að þeir virkuðu stressaðir í sóknaraðgerðum sínum sem lýsti sér best í lokasókninni. Þar höfðu þeir nægan tíma, sautján sekúndur til leiksloka, einföld uppstillt sókn en einföld sending á næsta mann var ekki gripin og boltinn fór sína leið útaf vellinum. ÍR-ingar þurftu því ekki annað en að halda boltanum síðustu sekúndurnar til þess að tryggja sér tvö gríðarlega mikilvæg stig.Bjarki: Vonandi eykst sjálfstraustið „Við erum búnir að vera inni í öllum leikjum, við erum búnir að spila fyrri hálfleikana mjög vel en svo hafa menn einhvern veginn misst móðinn í síðari hálfleik og verið að reyna að halda forskoti eða haldið að þeir þyrftu að sækja eitthvað forskot, hafa verið að flýta sér mikið. Það er það sem hefur verið okkar vandamál hingað til. Sjálfsöryggið í liðinu brotnar þegar þú ferð að tapa leikjum, sérstaklega ef þeir eru margir, en þetta var bara karaktersigur liðsins,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR ánægður en þreyttur í leikslok. „Það var gaman að sjá að varnarleikurinn var á löngum köflum bara mjög góður hjá okkur, sóknarlega spiluðum við skynsamlega fannst mér og leikmenn héldu konsepti. Menn hættu í rauninni aldrei, það er það sem í rauninni skilur á milli í dag. Við svo sem vitum alveg hvað við getum. Þegar strákarnir spila sinn besta bolta þá erum við illviðráðanlegir. En þegar sjálfstraustið er farið og menn sökkva sér ofan í gryfjuna þá þarftu góða skóflu til að moka þig upp. Að sjálfsögðu hjálpar þessi sigurleikur okkur, þetta hífir okkur aðeins upp á næsta plan og vonandi verður bara framhald á. Við erum búnir að æfa vel og í rauninni var það liðsheildin sem skóp þetta í dag.“ Bjarki telur sigurinn geta lagt grunn að því að liðið haldist í baráttunni um úrslitakeppnissætið: „Við það að tapa þessum leik eða að tapa stigi hefði myndast ákveðin gjá á milli sjötta og fimmta, fjórða og þriðja sæti. Þess vegna þurftum við að gefa í til að koma okkur í einhverja baráttu um það komast í úrslitakeppnina. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með vinnu strákanna og þeir sönnuðu það að þetta er vel hægt. Þarna kom svona smá sjálfstraust og vonandi bara eykst það með komandi æfingum og leikjum.“Einar Andri: Áttum skilið stig í það minnsta „Við byrjuðum leikinn á því að henda boltanum hvað eftir annað í hendurnar á þeim og fengum hraðaupphlaup í bakið. Við það kom kom óöryggi í vörnina og markverðina strax. Við vorum ekki klárir sóknarlega til að byrja með. En eftir svona fyrstu fimmtán mínúturnar fannst mér við vera að spila sóknarlega mjög vel. Við vorum bara klaufar að ná ekki að vinna þennan leik, við höfðum möguleika á því en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leik og benti á að fjöldi lykilmanna er meiddur. „Við erum pínulítið laskaðir. Við missum aðalmarkvörðinn okkar út og svo misstum við Sigurð sem er fyrsti maður á línu hjá okkur og spilar vörnina líka og síðan er Ragnar að koma inn þannig að við erum bara ennþá að tjasla þessu saman. Ýmislegt annað sem er búið að vera að hrjá okkur, Andri er búinn að vera meiddur líka þannig að ég myndi kannski segja að það er margt sem við erum að breyta og margt sem við erum að gera öðruvísi en við vorum að gera fyrir áramótin. Það má heldur ekki gleyma því að við erum með ungan strák í markinu sem er að stíga sín fyrstu skref og fleiri unga stráka. Við þurfum bara að halda áfram og reyna að bæta okkur.“ „Við sýndum mikinn karakter, við lendum einhverjum sex mörkum undir en náum að minnka í eitt og náum að jafna, ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við klárað leikinn. Hugsanlega, það kostar orku að ná upp muni en það verður að hrósa strákunum fyrir að gefast aldrei upp og halda áfram, við áttum skilið í það minnsta stig.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÍR-ingar unnu FH í kvöld öðru sinni í Olís-deild karla í handknattleik og komust með sigrinum örlítið nær sæti í úrslitakeppni í vor. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en í blálokin þegar FH-ingar köstuðu í rauninni frá sér boltanum á lokasekúndunum. ÍR fór betur af stað og náði mest sex mörkum yfir, 13-7, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra. Þeir hertu tökin í vörninni og skoruðu tíu mörk gegn fimm á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik og munaði þar mestu um stórleik Ísaks Rafnssonar skyttu og innkomu Sigurðar Arnar Arnarssonar í markið. FH-ingar náðu að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks en ÍR-ingum tókst alltaf að vera einu skrefi framar og láta heimamenn elta sig. Heimamenn náðu aldrei að komast yfir og átti það mögulega sinn þátt í því að þeir virkuðu stressaðir í sóknaraðgerðum sínum sem lýsti sér best í lokasókninni. Þar höfðu þeir nægan tíma, sautján sekúndur til leiksloka, einföld uppstillt sókn en einföld sending á næsta mann var ekki gripin og boltinn fór sína leið útaf vellinum. ÍR-ingar þurftu því ekki annað en að halda boltanum síðustu sekúndurnar til þess að tryggja sér tvö gríðarlega mikilvæg stig.Bjarki: Vonandi eykst sjálfstraustið „Við erum búnir að vera inni í öllum leikjum, við erum búnir að spila fyrri hálfleikana mjög vel en svo hafa menn einhvern veginn misst móðinn í síðari hálfleik og verið að reyna að halda forskoti eða haldið að þeir þyrftu að sækja eitthvað forskot, hafa verið að flýta sér mikið. Það er það sem hefur verið okkar vandamál hingað til. Sjálfsöryggið í liðinu brotnar þegar þú ferð að tapa leikjum, sérstaklega ef þeir eru margir, en þetta var bara karaktersigur liðsins,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR ánægður en þreyttur í leikslok. „Það var gaman að sjá að varnarleikurinn var á löngum köflum bara mjög góður hjá okkur, sóknarlega spiluðum við skynsamlega fannst mér og leikmenn héldu konsepti. Menn hættu í rauninni aldrei, það er það sem í rauninni skilur á milli í dag. Við svo sem vitum alveg hvað við getum. Þegar strákarnir spila sinn besta bolta þá erum við illviðráðanlegir. En þegar sjálfstraustið er farið og menn sökkva sér ofan í gryfjuna þá þarftu góða skóflu til að moka þig upp. Að sjálfsögðu hjálpar þessi sigurleikur okkur, þetta hífir okkur aðeins upp á næsta plan og vonandi verður bara framhald á. Við erum búnir að æfa vel og í rauninni var það liðsheildin sem skóp þetta í dag.“ Bjarki telur sigurinn geta lagt grunn að því að liðið haldist í baráttunni um úrslitakeppnissætið: „Við það að tapa þessum leik eða að tapa stigi hefði myndast ákveðin gjá á milli sjötta og fimmta, fjórða og þriðja sæti. Þess vegna þurftum við að gefa í til að koma okkur í einhverja baráttu um það komast í úrslitakeppnina. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með vinnu strákanna og þeir sönnuðu það að þetta er vel hægt. Þarna kom svona smá sjálfstraust og vonandi bara eykst það með komandi æfingum og leikjum.“Einar Andri: Áttum skilið stig í það minnsta „Við byrjuðum leikinn á því að henda boltanum hvað eftir annað í hendurnar á þeim og fengum hraðaupphlaup í bakið. Við það kom kom óöryggi í vörnina og markverðina strax. Við vorum ekki klárir sóknarlega til að byrja með. En eftir svona fyrstu fimmtán mínúturnar fannst mér við vera að spila sóknarlega mjög vel. Við vorum bara klaufar að ná ekki að vinna þennan leik, við höfðum möguleika á því en því miður þá gekk það ekki,“ sagði Einar Andri þjálfari FH eftir leik og benti á að fjöldi lykilmanna er meiddur. „Við erum pínulítið laskaðir. Við missum aðalmarkvörðinn okkar út og svo misstum við Sigurð sem er fyrsti maður á línu hjá okkur og spilar vörnina líka og síðan er Ragnar að koma inn þannig að við erum bara ennþá að tjasla þessu saman. Ýmislegt annað sem er búið að vera að hrjá okkur, Andri er búinn að vera meiddur líka þannig að ég myndi kannski segja að það er margt sem við erum að breyta og margt sem við erum að gera öðruvísi en við vorum að gera fyrir áramótin. Það má heldur ekki gleyma því að við erum með ungan strák í markinu sem er að stíga sín fyrstu skref og fleiri unga stráka. Við þurfum bara að halda áfram og reyna að bæta okkur.“ „Við sýndum mikinn karakter, við lendum einhverjum sex mörkum undir en náum að minnka í eitt og náum að jafna, ef heppnin hefði verið með okkur hefðum við klárað leikinn. Hugsanlega, það kostar orku að ná upp muni en það verður að hrósa strákunum fyrir að gefast aldrei upp og halda áfram, við áttum skilið í það minnsta stig.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira