Engar konur á þorrablót Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki boðið þar sem hún er kona. Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira