Tapaði 800 milljónum á tapi Denver Broncos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 23:00 Stuðningsmenn Denver Broncos höfðu litlu að fagna í nótt ef frá eru taldir þeir sem keyptu húsgögn hjá Gallery Future í Houston. Vísir/Getty Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira