Útnefningin kom Smith á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2014 10:45 Vísir/Getty Malcolm Smith, varnarmaður Seattle Seahawks, hlaut hinn svokölluðu MVP-verðlaun fyrir frammistöðu sína í Super Bowl í nótt. Smith, sem spilar í fremstu varnarlínu Seattle (e. linebacker) er sá þriðji sinni stöðu frá upphafi sem er valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins sem fór fram í 48. sinn í nótt. Seattle vann stórsigur á Denver í nótt, 43-8, en einn af hápunktum leiksins var þegar Smith komst inn í sendingu Peyton Manning, leikstjórnanda Denver, og skoraði snertimark eftir 69 jarda hlaup. Smith var þó aðeins einn af mörgum varnarmönnum Seattle sem áttu sannkallaðan stórleik í nótt eins og sést á úrslitum leiksins. Seattle-vörnin hélt Manning og einu besta sóknarliði sögunnar algjörlega í skefjum. „Ég var alltaf búinn að sjá fyrir mér að ég næði að gera góða hluti en hafði aldrei leitt hugann að MVP-verðlaununum,“ sagði Smith eftir leikinn í nótt. „Ég var bara ánægður með að vera á vellinum.“ Seattle komst í 22-0 forystu með snertimarki Smith en eftir það varð ljóst að róðurinn yrði afar þungur fyrir Denver. Aðrir leikmenn í sömu leikstöðu sem hafa verið valdir mikilvægustu leikmenn Super Bowl eru Chuck Howley hjá Dallas Cowboys árið 1971 og Ray Lewis hjá Baltimore Ravens árið 2001. NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Malcolm Smith, varnarmaður Seattle Seahawks, hlaut hinn svokölluðu MVP-verðlaun fyrir frammistöðu sína í Super Bowl í nótt. Smith, sem spilar í fremstu varnarlínu Seattle (e. linebacker) er sá þriðji sinni stöðu frá upphafi sem er valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins sem fór fram í 48. sinn í nótt. Seattle vann stórsigur á Denver í nótt, 43-8, en einn af hápunktum leiksins var þegar Smith komst inn í sendingu Peyton Manning, leikstjórnanda Denver, og skoraði snertimark eftir 69 jarda hlaup. Smith var þó aðeins einn af mörgum varnarmönnum Seattle sem áttu sannkallaðan stórleik í nótt eins og sést á úrslitum leiksins. Seattle-vörnin hélt Manning og einu besta sóknarliði sögunnar algjörlega í skefjum. „Ég var alltaf búinn að sjá fyrir mér að ég næði að gera góða hluti en hafði aldrei leitt hugann að MVP-verðlaununum,“ sagði Smith eftir leikinn í nótt. „Ég var bara ánægður með að vera á vellinum.“ Seattle komst í 22-0 forystu með snertimarki Smith en eftir það varð ljóst að róðurinn yrði afar þungur fyrir Denver. Aðrir leikmenn í sömu leikstöðu sem hafa verið valdir mikilvægustu leikmenn Super Bowl eru Chuck Howley hjá Dallas Cowboys árið 1971 og Ray Lewis hjá Baltimore Ravens árið 2001.
NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira