Sport

Manning: Líður mun betur í ár en í fyrra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, segist bera virðingu fyrir öflugri vörn Seattle Seahawks en liðin mætast í Super Bowl annað kvöld.

„Þeir eru klókir leikmenn og það sýnir sig hversu vel þeir ná saman inn á vellinum,“ sagði Manning um hina rómuðu sendingavörn Seattle.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá ummæli Manning á blaðamannafundi í vikunni en hann ræddi meðal annars um hans eigin líðan í liði Denver.

„Í fyrra fannst mér að ég væri bara gestur í búningsklefanum enda búinn að vera hjá sama liðinu svo lengi,“ sagði Manning en áður en hann kom til Denver árið 2012 hafði hann verið á mála hjá Indianapolis Colts síðan 1998.

„En mér líður mun betur í ár og ber að þakka öllum þeim sem eru hjá Broncos fyrir það. Allir hafa tekið mér svo ótrúlega vel og er ég í dag stoltur af því að vera hluti af þessu liði.“

Super Bowl XLVIII milli Denver Broncos og Seattle Seahawks fer fram á Metlife Stadium í New Jersey verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu ‪#‎NFLisland‬.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×