Að lepja dauðann úr LÍN skelinni Helga Margrét Friðriksdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:49 Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Bætt kjör námsmanna eru án efa eitt af stóru baráttumálum ársins. Menntun er grunnur að hagsæld þjóðarinnar, aukinni velmegun og almennri samkeppnishæfni þjóðarinnar á hvaða sviðum viðskipta og framleiðslu sem er. Menntun er einn sá mikilvægasti grunnur sem að einstaklingar þurfa að hafa með sér út í lífið og ekki síst fyrir þá sem yngri eru og við að hefja þáttöku á vinnumarkaði. Að þessu sögðu er ekki úr vegi taka það fram að mikilvægt er fyrir nemendur að leggja stund á nám sitt af kappi og vandvirkni og stefna að sjalfsögðu að góðum námsárangri í hverju tilviki. Það er hins vegar eitt sem að skyggir á þá æskilegu mynd sem dregin hefur verið hér upp af námi og langtíma áhrifum og kostum þess, það eru sjálf námsárin. Ekki þá í þeim skilningi að nám sé óspennandi eða leiðigjarnt heldur það umhverfi sem námsmenn hrærast í dags daglega. Kjör námsmanna eru nefnilega ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og reyndar langt því frá. Fréttir um æ fleiri námsmenn sem leita sér matargjafa fyrir jólin endurspeglar í raun þá stöðu sem margir námsmenn eru í og getur sú staða ekki verið neinni þjóð til sóma. Ekki er nóg með að námsárin sé vörðuð peningaleysi og fjárhagsáhyggjum heldur mæta nýútskrifaðir á háskólanema æ meiri hindrunum á vinnumarkaði að útskrift lokinni. Námsmenn sem þiggja framfærslu frá LÍN mega hafa aðrar tekjur umfram námslánin upp á 750.000 krónur á ári. Skoðum nú framfærsluviðmið sem LÍN styðst við, við útreikninga á grunnframfærslu námsmanna. En í honum eru taldir fram helstu útgjaldaliðir einstaklinga á leigumarkaði. Það fyrsta sem stingur heiftarlega í augun er heildarupphæðin sem nemur 2.138.956 kr. En þessi upphæð næst ekki þó tekin sé saman heildar lánsfjárupphæð frá LÍN að viðbættum þeim tekjum sem útlánareglur LÍN heimila eða 750.000 kr. Heildar ráðstöfunartekjur námsmanns í fullu námi eru þá 2.053.800 kr. Einungis er ætlast til þess að námsmaður eyði um 1.400 krónum á dag til matar og drykkjar innkaupa, húsnæðiskostnaður er áætlaður vera 83.409 kr. á mánuði að inniföldum hita og rafmagni og ferðakostnaður á ekki að vera hærri en 77.895 kr.á ári. Miðað við óeðlilega hátt verð á leigumarkaði í dag standast þessi viðmið engan veginn raunverulegan kostnað sem námsmenn standa frammi fyrir á leigumarkaði. Skynsamlegasta leiðin fyrir annars vega námsmenn og hinsvegar ríkisvaldið væri að hækka frítekjumark námsmanna verulega. Ekki er um ræða beina framfærslu hjá ríkivaldinu eða bætur heldur lán. Afhverju á að skikka fólk til að lepja dauðan úr skel ef það er að taka lán? Slík skömmtunarhagfræði á að heyra sögunni til, það eróeðlilegt að hefta möguleika fólks til vinnu samfara námi. Frítekjumark öryrkja og lífeyrisþega er til dæmis miklu hærra en hjá námsmönnum. Einnig er vert að koma inn á rekstrarvanda LÍN, ekki er séð að fært verði að hækka útlán til einskalinga til bættra kjara námsmanna. Því er eina færa leiðin til að bæta kjör að hækka frítekjumarkið og höfða meira til dugnaðar og sjáfsbjargarviðleitni námsmanna. Með þessari leið er þrennt unnið, annars vegar er LÍN ekki sett í meiri vanda í dag en orðið er og hins vegar er námsmönnum gert það kleyft að bæta kjör sín án meiri lántöku.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar