Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 17:30 Slasaður mótmælandi eftir átök við lögreglu. vísir/afp Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp
Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira