Eru öryrkjar bara fyrir? Valgeir Matthías Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:28 Ég ákvað að setjast niður, nú í kvöld og skrifa ykkur öllum með tölu bréf, 63 réttkjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Vegna hvers kunnið þið eflaust að spyrja ykkur. Það er einfaldlega vegna þess að staða öryrkja á Íslandi í dag er orðin graf alvarleg. Ástandið er eldfimt. Margir eru komnir á vonarvöl. Sjá enga framtíð né líf fyrir sér á Íslandi. Ég get ímyndað mér það án þess að ég hafi sönnun fyrir því að margir í minni stöðu íhugi hreinlega sjálfsvíg á degi hverjum, vegna ástandsins. Ég tala þar að eigin reynslu. En ég er örorkulífeyrisþegi og hef verið frá árinu 1999. Öryrkjar á Íslandi búa við mjög skert lífsgæði miðað við aðra þegna þessa lands. Útborgaðar tekjur mínar í dag frá Tryggingastofnun eru 187.500 kr,- eftir skatt en heildartekjur mínar eru í kringum 218.000 kr,- Ég tek það fram hér að einu tekjur mínar eru tekjur frá Tryggingastofnun fyrir utan húsaleigubætur sem ég fæ frá mínu sveitarfélagi. Ég fæ engar aðrar tekjur eins og tekjur úr lífeyrissjóði. Heldur engar atvinnutekjur. Af þessum rúmlega 187 þúsund krónum þarf ég að borga sanngjarna leigu og svo er ég með ýmsa aðra pósta eins og lyf, rafmagn og hita og annað tilfallandi sem týnist til. Tryggingar og fleira í þeim dúr. Í mánuði hverjum borga ég í kringum 130-160 þúsund krónur í reikninga og hvað á ég þá mikið eftir, til að lifa og borða. Það er afar lítið. Ég næ ekki endum saman og það er því miður bara staða ansi margra öryrkja á Íslandi í dag. Ég verð að segja að mér finnst stjórnvöld líta svolítið niður til öryrkja á Íslandi í dag. Við erum ekki metin að verðleikum. Okkur er gert ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Það hefur komið fram að á Íslandi er nokkuð stór hópur fólks sem hreinlega "sveltur". Fólk sem á ekki ofan í sig og á. Mér finnst það hræðileg þróun. Biðraðirnar lengjast stöðugt fyrir utan hjálparstofnanirnar tvær sem sinna málefnum lágtekjufólks, þ.e. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Það er svartur blettur á okkar annars ágæta þjóðfélagi að það skuli vera biðraðir eftir mat frá hjálparstofnunum á árinu 2014. Það er í raun hneyksli. Þetta kerfi hefði kannski verið í lagi á árunum 1970-1980 en ekki í dag. Ég tek það fram að ég fagna starfi þessara samtaka, þau vinna gott starf en biðraðir eftir mat eiga að heyra sögunni til í dag. Allt hækkar í samfélaginu. Öryrkjar sitja stöðugt eftir þegar kemur að kjarabótum. Bætur okkar hafa ekki hækkað neitt að ráði síðustu ár. Það er sárt. Hvert stefnir? Ég spyr. Verða öryrkjar endalaust skyldir eftir þegar kemur að kjörum og velmegun þjóðarinnar? Ég segi fyrir mig. Ég óttast það, því miður. Ég get tekið sem dæmi. Ég fékk smá hækkun á bætur mínar um miðjan janúar. En þann 1. febrúar hækkaði húsaleigan hjá mér og þá var sú hækkun sem ég fékk frá Tryggingastofnun étin upp. Þetta er sorglegt. Þessi víxlverkan launa og verðlags. Sár grátlegt. Ég hef oft íhugað sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki náð endum saman. Og það sem verra er. Ég hef reynt sjálfsvíg vegna lágra tekna og vegna þess að ég hef ekki náð endum saman. Það er sorglegt en ég er hér enn í dag. Ég er sem betur fer búin að vinna vel í mínum málum og koma mér á réttan kjöl svona að mestu leyti andlega. En auðvitað á maður alltaf sína upp og niður tíma. Það er eðlilegt hverjum manni. Ég skrifa ykkur þetta bréf vegna þess að ég er að biðja ykkur um að bæta kjör öryrkja á Íslandi í dag. Ég veit að það er ekki létt verk en ég trúi því og treysti að eitthvað verði gert fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar í þessu samfélagi. Mér var hugsað til þess að nú eigið þið ágætu þingmenn eflaust ættingja, vini eða kunningja sem eru á örorkubótum. Hvernig finnst ykkur sem þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar staða ykkar vina og vandamanna vera? Er hún góð? Er hún ásættanleg? Spyrjið ykkur sjálf þessara spurninga. Ég er ekki að fara fram á svör við þessum spurningum. Ég er einfaldlega að biðja ykkur að íhuga það hvernig það sé að vera á svona lágum bótum. Staðan er hrikaleg. Neysluviðmið Umboðsmanns Skuldara og Velferðarráðuneytisins eru ekki í einum eða neinum takti við raunveruleikann. Ég spyr ykkur því. Mynduð þið treysta ykkur til þess að lifa á bótum þeim sem öryrkjar hafa í dag? Gætuð þið rekið heimili, bíl og lifað mannsæmandi lífi á þessum bótum? Ég veit ekki en ég hef reynt það síðan 1999 og mér hefur ekki tekist það vel upp. Ég safna í sannleika sagt bara skuldum. Ég næ aldrei að greiða upp alla mína reikninga í heimabankanum mínum, í mánuði hverjum. Mér finnst í sannleika, og ég segi þetta með kökk í hálsinum, hvers virði eru öryrkjar ykkur ágætu þingmenn? Erum við bara fyrir í ykkar augum? Við getum þetta ekki mikið lengur. Við erum orðin þreytt og við þráum betra líf. Betra líf þar sem við getum leyft okkur eitthvað annað en að borða bara núðlur og lifa á loftinu. Endalaus loforð duga ekki lengur í mínum huga. Ég veit að ég tala hér fyrir hönd margra. Ég segi fyrir mig, ég get þetta ekki mikið lengur. Ég get ekki lifað svona lífi. Þar sem ég þarf að svelta hluta úr hverjum mánuði. Þið haldið kannski að ég sé að ljúga að ykkur í þessu bréfi. En það er ég ekki að gera. Ég er að tala út frá eigin reynslu og benda ykkur á að það að vera á örorkubótum er ömurleg staða eins og kerfið er í dag. Ég vona að þú ágæti þingmaður lesir þetta bréf mitt og hugir að því hvernig að þú heldur á málefnum öryrkja á Íslandi í dag. Staðan er alvarleg og hún mun bara versna ef að ekkert verður að gert. Öryrkjar eru að mínu mati ekki afgangs heild í samfélaginu. Við erum fólk alveg eins og aðrir í þessu samfélagi. Ég vil að endingu þakka þér ágæti þingmaður fyrir að lesa bréf mitt. Ég tók það upp hjá sjálfum mér að skrifa þér / ykkur þingmönnum þetta bréf mitt. Örvæntingin er mikil í huga margra öryrkja í dag. Það tók mig rétt tæplega tvær klukkustundir að skrifa ykkur þetta bréf en ég bara get ekki skrifað meira. Ég hugsa = Til hvers að standa í þessu? Með kæru þakklæti fyrir lesturinn.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Ég ákvað að setjast niður, nú í kvöld og skrifa ykkur öllum með tölu bréf, 63 réttkjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Vegna hvers kunnið þið eflaust að spyrja ykkur. Það er einfaldlega vegna þess að staða öryrkja á Íslandi í dag er orðin graf alvarleg. Ástandið er eldfimt. Margir eru komnir á vonarvöl. Sjá enga framtíð né líf fyrir sér á Íslandi. Ég get ímyndað mér það án þess að ég hafi sönnun fyrir því að margir í minni stöðu íhugi hreinlega sjálfsvíg á degi hverjum, vegna ástandsins. Ég tala þar að eigin reynslu. En ég er örorkulífeyrisþegi og hef verið frá árinu 1999. Öryrkjar á Íslandi búa við mjög skert lífsgæði miðað við aðra þegna þessa lands. Útborgaðar tekjur mínar í dag frá Tryggingastofnun eru 187.500 kr,- eftir skatt en heildartekjur mínar eru í kringum 218.000 kr,- Ég tek það fram hér að einu tekjur mínar eru tekjur frá Tryggingastofnun fyrir utan húsaleigubætur sem ég fæ frá mínu sveitarfélagi. Ég fæ engar aðrar tekjur eins og tekjur úr lífeyrissjóði. Heldur engar atvinnutekjur. Af þessum rúmlega 187 þúsund krónum þarf ég að borga sanngjarna leigu og svo er ég með ýmsa aðra pósta eins og lyf, rafmagn og hita og annað tilfallandi sem týnist til. Tryggingar og fleira í þeim dúr. Í mánuði hverjum borga ég í kringum 130-160 þúsund krónur í reikninga og hvað á ég þá mikið eftir, til að lifa og borða. Það er afar lítið. Ég næ ekki endum saman og það er því miður bara staða ansi margra öryrkja á Íslandi í dag. Ég verð að segja að mér finnst stjórnvöld líta svolítið niður til öryrkja á Íslandi í dag. Við erum ekki metin að verðleikum. Okkur er gert ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Það hefur komið fram að á Íslandi er nokkuð stór hópur fólks sem hreinlega "sveltur". Fólk sem á ekki ofan í sig og á. Mér finnst það hræðileg þróun. Biðraðirnar lengjast stöðugt fyrir utan hjálparstofnanirnar tvær sem sinna málefnum lágtekjufólks, þ.e. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Það er svartur blettur á okkar annars ágæta þjóðfélagi að það skuli vera biðraðir eftir mat frá hjálparstofnunum á árinu 2014. Það er í raun hneyksli. Þetta kerfi hefði kannski verið í lagi á árunum 1970-1980 en ekki í dag. Ég tek það fram að ég fagna starfi þessara samtaka, þau vinna gott starf en biðraðir eftir mat eiga að heyra sögunni til í dag. Allt hækkar í samfélaginu. Öryrkjar sitja stöðugt eftir þegar kemur að kjarabótum. Bætur okkar hafa ekki hækkað neitt að ráði síðustu ár. Það er sárt. Hvert stefnir? Ég spyr. Verða öryrkjar endalaust skyldir eftir þegar kemur að kjörum og velmegun þjóðarinnar? Ég segi fyrir mig. Ég óttast það, því miður. Ég get tekið sem dæmi. Ég fékk smá hækkun á bætur mínar um miðjan janúar. En þann 1. febrúar hækkaði húsaleigan hjá mér og þá var sú hækkun sem ég fékk frá Tryggingastofnun étin upp. Þetta er sorglegt. Þessi víxlverkan launa og verðlags. Sár grátlegt. Ég hef oft íhugað sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki náð endum saman. Og það sem verra er. Ég hef reynt sjálfsvíg vegna lágra tekna og vegna þess að ég hef ekki náð endum saman. Það er sorglegt en ég er hér enn í dag. Ég er sem betur fer búin að vinna vel í mínum málum og koma mér á réttan kjöl svona að mestu leyti andlega. En auðvitað á maður alltaf sína upp og niður tíma. Það er eðlilegt hverjum manni. Ég skrifa ykkur þetta bréf vegna þess að ég er að biðja ykkur um að bæta kjör öryrkja á Íslandi í dag. Ég veit að það er ekki létt verk en ég trúi því og treysti að eitthvað verði gert fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar í þessu samfélagi. Mér var hugsað til þess að nú eigið þið ágætu þingmenn eflaust ættingja, vini eða kunningja sem eru á örorkubótum. Hvernig finnst ykkur sem þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar staða ykkar vina og vandamanna vera? Er hún góð? Er hún ásættanleg? Spyrjið ykkur sjálf þessara spurninga. Ég er ekki að fara fram á svör við þessum spurningum. Ég er einfaldlega að biðja ykkur að íhuga það hvernig það sé að vera á svona lágum bótum. Staðan er hrikaleg. Neysluviðmið Umboðsmanns Skuldara og Velferðarráðuneytisins eru ekki í einum eða neinum takti við raunveruleikann. Ég spyr ykkur því. Mynduð þið treysta ykkur til þess að lifa á bótum þeim sem öryrkjar hafa í dag? Gætuð þið rekið heimili, bíl og lifað mannsæmandi lífi á þessum bótum? Ég veit ekki en ég hef reynt það síðan 1999 og mér hefur ekki tekist það vel upp. Ég safna í sannleika sagt bara skuldum. Ég næ aldrei að greiða upp alla mína reikninga í heimabankanum mínum, í mánuði hverjum. Mér finnst í sannleika, og ég segi þetta með kökk í hálsinum, hvers virði eru öryrkjar ykkur ágætu þingmenn? Erum við bara fyrir í ykkar augum? Við getum þetta ekki mikið lengur. Við erum orðin þreytt og við þráum betra líf. Betra líf þar sem við getum leyft okkur eitthvað annað en að borða bara núðlur og lifa á loftinu. Endalaus loforð duga ekki lengur í mínum huga. Ég veit að ég tala hér fyrir hönd margra. Ég segi fyrir mig, ég get þetta ekki mikið lengur. Ég get ekki lifað svona lífi. Þar sem ég þarf að svelta hluta úr hverjum mánuði. Þið haldið kannski að ég sé að ljúga að ykkur í þessu bréfi. En það er ég ekki að gera. Ég er að tala út frá eigin reynslu og benda ykkur á að það að vera á örorkubótum er ömurleg staða eins og kerfið er í dag. Ég vona að þú ágæti þingmaður lesir þetta bréf mitt og hugir að því hvernig að þú heldur á málefnum öryrkja á Íslandi í dag. Staðan er alvarleg og hún mun bara versna ef að ekkert verður að gert. Öryrkjar eru að mínu mati ekki afgangs heild í samfélaginu. Við erum fólk alveg eins og aðrir í þessu samfélagi. Ég vil að endingu þakka þér ágæti þingmaður fyrir að lesa bréf mitt. Ég tók það upp hjá sjálfum mér að skrifa þér / ykkur þingmönnum þetta bréf mitt. Örvæntingin er mikil í huga margra öryrkja í dag. Það tók mig rétt tæplega tvær klukkustundir að skrifa ykkur þetta bréf en ég bara get ekki skrifað meira. Ég hugsa = Til hvers að standa í þessu? Með kæru þakklæti fyrir lesturinn.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar