Aníta í góðum hópi í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2014 15:58 Allir vinir eftir að komið var í mark í New York í gærkvöldi. Myndir/Stefán Þór Stefánsson Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21