Sport

Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti

Richie Incognito.
Richie Incognito. vísir/getty
Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti.

Jonathan Martin hætti að spila með liðinu vegna meints eineltis Richie Incognito. Sá neitaði sök og hefur alltaf haldið því fram að hann sé vinur Martin.

Ted Wells var ráðinn af NFL-deildinni í nóvember til þess að rannsaka málið. Hefur engu verið til sparað og nú er skýrslan hans loks komin. Hún er afar ítarleg.

Í stuttu máli kemur þar fram að Incognito hafi staðið fyrir skipulögðu einelti í búningsklefa Höfrunganna. Ekki bara í garð Martin heldur fleiri leikmanna og starfsmanns hjá félaginu.

Eigandi Dolphins, Stephen Ross, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir skýrsluna vera dökka. Hann lofar að taka á ástandinu sem ríki í búningsklefa félagsins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×