Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 30-27 | ÍBV tók annað sætið af Val Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 16. febrúar 2014 00:01 Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið. Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið.
Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn