Íslenskt hugvit í snjóvélum í Sotsjí Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 19:32 Snjógerðarvélin Fulltrúar Stálnausts í Noregi ásamt kollegum sínum með vélina góðu í baksýn. Vísir/Stálnaust „Við sendum tvo menn út til Noregs til að smíða tanka til að búa til snjó,“ segir Þorsteinn Birgisson, framkvæmdastjóri Stálnausts í Hafnarfirði. Þorsteinn og félagar hans hjá Stálnausti unnu að þróun og smíði véla sem framleiða snjó sem helst er notaður við iðkun skíðaíþrótta og nú á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Snjóvélin samanstendur af krapavélum frá Kanada og tanki sem aðskilur snjó frá vökva. „Þeir settu krapann í tank og þar tókum við við, blönduðum í krapann vatni þar til út kom heill snjór. Krapinn er hins vegar búinn til með saltupplausn sem er keyrð í gegnum vélarnar og síðan aðskilin í tanknum, upplausnin hringkeyrð og þannig færst ferskur snjór,“ segir Þorsteinn. Þeir tóku þátt verkefninu frá upphafi og einnig hreinsunarferlinu þar til snjórinn var orðinn hreinn og tilbúinn til notkunar. Það var norska fyrirtækið Snow Smart sem fékk Þorstein og félaga til liðs við sig í þessari framleiðslu. Vélarnar voru síðan seldar frá Noregi til Finnlands sem leigir Rússum vélarnar fyrir Ólympíuleikana, sér í lagi við skíðastökk. Vélarnar sem Stálnaust smíðaði hafa sést á öldum ljósvakans undanfarið við sýningar frá leikunum en fáir sem vita að íslenskt hugvit hafi komið að framleiðslu þeirra. Tæknin sem notuð er er ný af nálinni. „Það sem kom skemmtilega á óvart er að þessi snjór þolir töluvert hærra hitastig en venjulegur snjór, en það er vegna þessara ákveðnu saltupplausna sem þrýst er í gegnum þar til gerða „jektora“,“ segir Þorsteinn. Snjóvélarnar geta framleitt 7.500 rúmmetra af ferskum snjó á sólarhring og eru færanlegar á tveimur svokölluðum „trailerum“. Stálnaust ehf. var stofnað árið 1998 og sérhæfir sig í smíði á færiböndum og ýmsum lausnum fyrir matvælavinnslu og innréttingar hvort sem er í hesthús eða eldhús ásamt því að annast smíði úr ryðfríu efni og áli. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
„Við sendum tvo menn út til Noregs til að smíða tanka til að búa til snjó,“ segir Þorsteinn Birgisson, framkvæmdastjóri Stálnausts í Hafnarfirði. Þorsteinn og félagar hans hjá Stálnausti unnu að þróun og smíði véla sem framleiða snjó sem helst er notaður við iðkun skíðaíþrótta og nú á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Snjóvélin samanstendur af krapavélum frá Kanada og tanki sem aðskilur snjó frá vökva. „Þeir settu krapann í tank og þar tókum við við, blönduðum í krapann vatni þar til út kom heill snjór. Krapinn er hins vegar búinn til með saltupplausn sem er keyrð í gegnum vélarnar og síðan aðskilin í tanknum, upplausnin hringkeyrð og þannig færst ferskur snjór,“ segir Þorsteinn. Þeir tóku þátt verkefninu frá upphafi og einnig hreinsunarferlinu þar til snjórinn var orðinn hreinn og tilbúinn til notkunar. Það var norska fyrirtækið Snow Smart sem fékk Þorstein og félaga til liðs við sig í þessari framleiðslu. Vélarnar voru síðan seldar frá Noregi til Finnlands sem leigir Rússum vélarnar fyrir Ólympíuleikana, sér í lagi við skíðastökk. Vélarnar sem Stálnaust smíðaði hafa sést á öldum ljósvakans undanfarið við sýningar frá leikunum en fáir sem vita að íslenskt hugvit hafi komið að framleiðslu þeirra. Tæknin sem notuð er er ný af nálinni. „Það sem kom skemmtilega á óvart er að þessi snjór þolir töluvert hærra hitastig en venjulegur snjór, en það er vegna þessara ákveðnu saltupplausna sem þrýst er í gegnum þar til gerða „jektora“,“ segir Þorsteinn. Snjóvélarnar geta framleitt 7.500 rúmmetra af ferskum snjó á sólarhring og eru færanlegar á tveimur svokölluðum „trailerum“. Stálnaust ehf. var stofnað árið 1998 og sérhæfir sig í smíði á færiböndum og ýmsum lausnum fyrir matvælavinnslu og innréttingar hvort sem er í hesthús eða eldhús ásamt því að annast smíði úr ryðfríu efni og áli.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira