Lífið

Vaxmyndastytta Justin Bieber fjarlægð vegna áreitis aðdáenda

Baldvin Þormóðsson skrifar
Aðdáendur stjörnunnar eru æstir í að fá mynd af sér með vaxmyndastyttunni.
Aðdáendur stjörnunnar eru æstir í að fá mynd af sér með vaxmyndastyttunni. visir/getty
Æstir aðdáendur hafa þreifað svo mikið á vaxmyndastyttu Justin Bieber í Madame Tussauds safninu í New York að styttan er byrjuð að bráðna.

„Vegna skorts á hindrunum við styttuna hafa þúsundir aðdáenda látið taka myndir af sér með styttunni ásamt því að þreifa á henni.“ segir talsmaður vaxmyndasafnsins, „Slíkt áreiti hefur tekið sinn toll á styttunni. Hún er orðin svo frábrugðin stjörnunni að við þurftum að fjarlægja hana.“

Vonast safnið eftir að geta bætt við sig nýrri styttu sem líkist Justin bráðlega.

Madame Tussauds hefur gríðarlegt magn vaxmyndastyttna sem líkjast frægu fólki til sýnis í safni sínu í New York. Engin stytta hefur þó fengið eins mikla athygli og umrædd stytta Justin Bieber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×