Íslenski boltinn

Bjarni Guðjóns vann bikar í fyrsta móti - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Guðjónsson gerði Fram að Reykjavíkurmeisturum í kvöld þegar liðið vann KR í vítakeppni í úrslitaleik mótsins í Egilshöllinni.

Almarr Ormarsson fór frá Fram til KR í vetur en lét Ögmund Kristinsson, markvörð og fyrirliða Fram, verja frá sér víti í vítakeppninni og það vítaklúður réð því að Fram vann Reykjavíkurmótið í 27. sinn.

Með þessum sigri tókst Bjarna að vinna Reykjavíkurmótið á undan Rúnari Kristinssyni, gamla þjálfara hans hjá KR. KR hefur unnið alla aðra titla undir stjórn Rúnars en tapaði þarna fjórða árið í röð í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Egilshöllina í kvöld og náði skemmtilegum myndum sem má sjá bæði hér fyrir ofan og neðan.

Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Bjarni Guðjónsson stýrir hér Framliðinu í kvöld. Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×