Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 10:06 Benedikt mun ekki mæta á hádegisfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ ESB-málið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“
ESB-málið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira