Kosningar munu ekki fara fram síðar en í desember í ár.
Þetta kemur fram í frétt BBC.
Í tilboði forsetans er einnig kveðið á um þjóðstjórn og að stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 taki aftur gildi innan 48 klukkustunda.
Janúkovítsj segist einnig vilja ná fram breytingum á stjórnarskrá landsins sem takmarka eigi völd forsetans.
Ákvörðun Janúkovítsj er liður í því að komi á friði í landinu eftir langvarandi óeirðir með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu.
Stjórnarandstaða landsins hefur þó ekki tjáð sig um málið og því er óvíst hvort mótmælendur muni fallast á tilboð forsetans.
Janúkovítsj greindi frá samþykktinni í morgun en fréttir af óeirðum halda áfram að berast frá miðborg Kænugarðs.
Uppfært klukkan 13.30
Fulltrúar mótmælenda í Kænugarði hafa fallist á tilboð forsetans og fara leiðtogar stjórnarandstöðunnar nú á fund hans, að sögn BBC.
