Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni? Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2014 00:01 Bryggjan á Þingeyri í ágúst 1951. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld. Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld.
Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00