BBC greinir frá því að umrætt bréf sé dagsett 1. mars en tveimur dögum fyrr réðust vopnaðir menn á þinghús og stjórnarráð borgarinnar Simferópól á Krímskaga. Mennirnir eru taldir vera rússneskir hermenn.
Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og fyrr í dag var greint frá því að Rússar hefðu gefið úkraínskum hermönnum frest til klukkan 3 í nótt til að gefast upp. Eftir það yrði gerð árás á skagann. Þetta segir varnarmálaráðuneyti Rússlands vera rangt. Engir úrslitakostir hefðu verið settir úkraínska hernum á Krímskaga.
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ , fordæmdi aðgerðir Rússa og sagði þær hættulegar. Þá íhugar Barack Obama Bandaríkjaforseti refsiaðgerðir gegn Rússum og hefur hann beðið þingið að vinna með ríkisstjórn sinni að leiðum til þess að veita Úkraínu efnahagslega aðstoð.
Janúkovítsj flúði frá Úkraínu til Rússlands á laugardaginn fyrir viku en hann lítur enn á sig sem forseta landsins.
Stutt fréttaskýring:Hvað gerist í Úkraínu?
LIVE: Russian fleet gives ultimatum to #Ukraine forces in #Crimea http://t.co/hqdFz2I4CB #Russia pic.twitter.com/ZC5AAqa7PY
— FRANCE 24 English (@France24_en) March 3, 2014
As first ultimatum passes, fear of Russian attacks grows http://t.co/OL367RXHNi @KyivPost #Ukraine #Crimea #Russia pic.twitter.com/YcRSifF565
— Christopher Miller (@ChristopherJM) March 3, 2014
Russian soldier at a #Ukraine army base in #Crimea. One soldier: "We're Russian soldiers here to protect the public" pic.twitter.com/QfJTkv9cyH
— Will Vernon (@BBCWillVernon) March 3, 2014
Armoured vehicle pulled up to gate at surrounded #ukraine Perevalne base. Show of defiance, probably no more #crimea pic.twitter.com/WsORZOPShB
— James Mates (@jamesmatesitv) March 2, 2014
#Obama spoke to #Putin Saturday about #Ukraine. See more related photos: http://t.co/mUZ78dHe5g (White House/Reuters) pic.twitter.com/T14uYCrZh7
— WSJ Photos (@WSJphotos) March 3, 2014
Frétt AP um atburði dagsins