Að gildisfella loforðin Benedikt Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 13:34 Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin. Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá. Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist. Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið. Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar