Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu
Úraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að öll hernaðarleg íhlutun af hendi Rússlands verður túlkuð sem stríðsyfirlýsing.
Eftir þriggja klukkustunda fund með varnarmálaráðherrum landsins sagði settur forseti landsins, Olexander Túrkínov að engin réttlæting væri fyrir þeim ögrunum sem Rússar stæðu fyrir í garð Úkraínumanna.
Forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, átti símtal við Dmítry Medvedev þar sem hann ráðlagði honum að afturkalla fyrirhugaða innrás rússneska hersins á Krímskaga.
„Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta milli Úkraínu og Rússlands", sagði við Jatsenjúk við fréttamenn í kvöld.
Frekar upplýsingar má nálgast á vef Reuters.
Tengdar fréttir
Janúkovítsj: „Mér var ekki steypt af stóli“
Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Rússlandi í dag.
Einn lést í átökum á Krímskaga
Enn er eldfimt ástand í Úkraínu þrátt fyrir stjórnarskiptin.
Fyrirskipaði heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu
Erlendir fréttaritarar setja spurningamerki við tímasetningu Vladímírs Pútín.
Rússar kalla sendiherrann heim frá Kænugarði
Rússar hafa ákveðið að kalla sendiherra sinn heim frá Úkraínu og segja það gert í ljósi þess að þar fari ástandið nú versnandi.
Rússar sakaðir um innrás á Krímskaga
Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.
Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu
Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.
Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu
Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara.
Janúkovítsj sagður á heilsuhæli í Rússlandi
Fyrrverandi forseti Úkraínu hefur ekki sést meðal almennings síðan á laugardag og segjast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif hans.
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu
Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga.
Lítur enn á sig sem leiðtoga Úkraínu
Rússar skjóta skjólshúsi yfir Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseta Úkraínu.
Varar Rússa við afskiptum á Krímskaga
Vopnaðir menn hertóku þinghús og stjórnarráð borgarinnar Simferópól í Úkraínu í morgun.