Töluðu ærlega um þjóðaratkvæðagreiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 19:42 Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“ Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira