Töluðu ærlega um þjóðaratkvæðagreiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 19:42 Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira