Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2014 22:18 Ingi Þór fer yfir málin með sínum leikmönnum. Vísir/Valli „Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
„Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48