Sérfræðingar telja eld hafa komið upp í týndu farþegaþotunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. mars 2014 16:38 Frá minningarathöfn í Pakistan. vísir/ap Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00
Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33
Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44