Gögnum var eytt úr flughermi flugstjórans

Samgönguráðherrann tók ekki fram hvers konar gögnum hefði verið eytt en flughermar vista vanalega gögn svo hægt sé að spila þau síðar. Hann tók heldur ekki fram hver kynni að hafa eytt gögnunum.
Í frétt CNN kemur þó fram að gagnaeyðing bendi ekki endilega til þess að flugstjórinn hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Milljónir manna um allan heim eyði tölvugögnum á degi hverjum.
En sérfræðingar segja það óvenjulegt að eyða gögnum úr flughermi. Slíkar skrár taki mjög lítið pláss og notendur flugherma haldi oft upp á þær til að fylgjast með færni sinni.
Leitin að vélinni heldur áfram en 239 manns voru um borð þegar hún hvarf af ratsjá fyrir tólf dögum. Hún var á leiðinni frá Kúala Lúmpúr til Peking.
Tengdar fréttir

Hóta hungurverkfalli vegna flugvélahvarfsins
Aðstandendur kínverskra farþega malasísku farþegaþotunnar sem saknað hefur verið frá því 8. mars krefjast nánari upplýsinga frá yfirvöldum í Malasíu.

Vísbendingar um að vélin hafi snúið við
Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines.

Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina
Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag.

25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni
Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar.

Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins
Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það.

Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar
Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi.

Ekkert bendir til hryðjuverka
Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir
Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Slökkt handvirkt á samskiptabúnaði vélarinnar
Bandarísk rannsóknarnefnd segist fullviss um að hvarf vélarinnar hafi verið meðvituð ákvörðun annars, ef ekki beggja flugmanna Malaysia Airlines 370.