Maldini: Verið að eyðileggja allt sem við byggðum upp hjá Milan Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 16:15 Paolo Maldini er einn besti varnarmaður sögunnar. Vísir/Getty Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15
AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00