Messi: Ætlum að vinna Real Madrid Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 15:00 Lionel Messi tók boltann með sér heim í gær eftir 18. þrennuna í búningi Barcelona Vísir/Getty „Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01