Í meðfylgjandi myndböndum ræða fatahönnuðirnir Magnea Einarsdóttir og Þóra Ragnarsdóttir hjá Cintamani um sinn feril og hvetja fatahönnuði til að láta ljós sitt skína og taka þátt í keppninni. Þær Magnea og Þóra taka báðar þátt í Reykjavík Fashion Festival en myndböndin voru unnin af Tjarnargötu.
Til mikils er að vinna en vinningshönnunin verður til sýnis í Hörpu á meðan á Reykjavík Fashion Festival stendur þann 29. mars næstkomandi. Þá hlýtur sigurvegarinn einnig 250 þúsund krónur í styrk til að framleiða hönnunina.