Tíska og hönnun

RFF 2014: Sterk og stílhrein ELLA

Marín Manda skrifar
Myndir/ Andri Marinó
Fágun, ábyrgð og virðing eru meðal aðalsmerkja tískumerkisins Ellu sem að þessu sinni hefur fengið innblástur til stríðsáranna. 

Afturhvarf til fortíðar með fáguðum einfaldleika þar sem að fyrirsæturnar báru síða ullarfrakka, gólfsíð pils, ullarbuxur, ponchofrakka, ullarkjóla og stílhreina jakka. Vörurlínan er augljóslega hönnuð með hina sterku öruggu og sjálfstæðu konu sem fyrirmynd.

Elínrós Líndal listrænn stjórnandi og yfirhönnuðurinn Katrín María Káradóttir hönnuðu hausttísku ELLU með sjálfbærni í huga og skynjun á umhverfinu. Slow fashion sem að stenst tímans tönn með virðingu fyrir öllum þáttum framleiðslunnar.   



Vatnsgreiddar fyrirsætur löbbuðu niður pallana.
Karl Lilliendahl, Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir.
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×