InukDesign á HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2014 10:13 Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com. HönnunarMars Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com.
HönnunarMars Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira