InukDesign á HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2014 10:13 Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com. HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com.
HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira