„Ég hlusta á hvað fólkið segir, en þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar með mikið pólitískt umboð“

Gunnar Bragi var spurður út í fjölda mála sem tengjast þingsályktunartillögu hans að draga aðildarumsóknina til baka.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, spurði hann af hverju væri þessi asi að draga umsóknina til baka.
Gunnar Bragi svaraði: „Ef einhver asi væri á málinu, þá hefðum við dregið umsóknina til baka síðasta sumar.“
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á að 53 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja ESB-málið í þjóðaratkvæði.
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, svaraði því þannig að undirskriftalistarnir hefðu enga formlega stöðu í þessu máli og væru skipulagðir af hagsmunaaðilum.
Tengdar fréttir

Græðgi klúðraði makríldeilunni
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og stjórnmálafræðingur, ræddi ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum Íslendinga við ESB, Norðmenn og Færeyinga í makríldeilunni í Stóru málunum í kvöld.

Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“
Fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands væri ekki dregin til baka, heldur látin á ís.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki"
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ.

Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag
Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30.