Hildur býr í Kaupmannahöfn en hún útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2013. Hún segist hafa látið gamlan draum rætast þegar hún sótti um í skólanum og fékk inngöngu.
Dressið sem að hún sendi inn í keppnina var partur af útskriftarlínu hennar og var unnin úr sléttflaueli og silki. Hildur segist hafa sótt innblástur í hina sterku listrænu bóhem týpu og skapað sjónræna áferð með printinu á flíkunum.
„Ég sá hönnunarkeppnina auglýsta á Trendnet og sá að þetta gæti verið gott tækifæri til að kynna mig og hönnunina mína," segir Hildur í myndbandinu sem hún sendi inn í keppnina.
Verðlaunin voru 250.000 króna styrkur til framleiðslu á hönnun hennar og sigurlínan verður til sýnis í Hörpu laugardaginn 29. mars á meðan RFF hátíðin stendur yfir.
Þrír aðrir hönnuðir komust í undanúrslit en það eru þær Sóley Jóhannesdóttir, Sóllilja Baltasardóttir og Ylfa Grönvold.

