Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. mars 2014 19:54 Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira