Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2014 16:24 Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld. Stóru málin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld.
Stóru málin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira