Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2014 23:18 Vísir/AFP Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP
Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent