Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:49 Dómari mun úrskurða um kröfu verjendanna í dag. Vísir/GVA Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins. Aurum Holding málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins.
Aurum Holding málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira