"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 10:02 Ásgeir Jónsson á Grand Hotel í morgun „Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
„Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04