Ísland áhrifalaust með EES-samningum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 09:27 Pia kynnti skýrsluna í morgun. Vísir/KJ „Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins. ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins.
ESB-málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira