„Ég var þarna einn míns liðs og reyndi að gera það besta úr þessu“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 19:15 Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna. „Já, ég var einn á staðnum...þetta átti að vera málefnafundur,“ segir Halldór Auðar Svansson, sem leiðir lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, og skellir upp úr. Mistök urðu við auglýsingu málefnafundar sem átti að fara fram í dag í hádeginu. Mistökin urðu til þess að enginn mætti – nema Halldór. „Ég var þarna einn míns liðs og reyndi að gera það besta úr þessu. Ég reyndi bara að vinna að því sem ég gat unnið einn,“ útskýrir hann með gleðilegan tón í röddinni. Fundurinn átti að vera klukkan 15 en hefði þá skarast á við svkallað Install-fest, sem Píratar halda í samstarfi við Félags um stafrænt frelsi. Á Innstall-festinu svokallaða getur fólk komið með tölvu sína og fengið hjálp við að uppsetningu á Linux-stýrikerfinu svokallaða. „Útaf þessum árekstri færðum við málefnafundinn, en það gleymdist að auglýsa nýja tímasetningu nægilega vel,“ útskýrir Halldór. Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna. „Við erum að mælast vel í skoðanakönnunum og eigum möguleika á að ná tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Við höldum bara áfram að vera jákvæð og málefnaleg.“ útskýrir Halldór og segir stefnumál flokksins greinilega höfða til stórs hóps kjósenda. „Við höfum verið dugleg að halda málefnafundi og á þá hefur verið góð mæting...hingað til,“ segir Halldór. Hann bætir við að Píratar séu í góðum tengslum við grasrótina og því sé reynt að funda reglulega. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
„Já, ég var einn á staðnum...þetta átti að vera málefnafundur,“ segir Halldór Auðar Svansson, sem leiðir lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, og skellir upp úr. Mistök urðu við auglýsingu málefnafundar sem átti að fara fram í dag í hádeginu. Mistökin urðu til þess að enginn mætti – nema Halldór. „Ég var þarna einn míns liðs og reyndi að gera það besta úr þessu. Ég reyndi bara að vinna að því sem ég gat unnið einn,“ útskýrir hann með gleðilegan tón í röddinni. Fundurinn átti að vera klukkan 15 en hefði þá skarast á við svkallað Install-fest, sem Píratar halda í samstarfi við Félags um stafrænt frelsi. Á Innstall-festinu svokallaða getur fólk komið með tölvu sína og fengið hjálp við að uppsetningu á Linux-stýrikerfinu svokallaða. „Útaf þessum árekstri færðum við málefnafundinn, en það gleymdist að auglýsa nýja tímasetningu nægilega vel,“ útskýrir Halldór. Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna. „Við erum að mælast vel í skoðanakönnunum og eigum möguleika á að ná tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Við höldum bara áfram að vera jákvæð og málefnaleg.“ útskýrir Halldór og segir stefnumál flokksins greinilega höfða til stórs hóps kjósenda. „Við höfum verið dugleg að halda málefnafundi og á þá hefur verið góð mæting...hingað til,“ segir Halldór. Hann bætir við að Píratar séu í góðum tengslum við grasrótina og því sé reynt að funda reglulega.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira