Innlent

„Ég var þarna einn míns liðs og reyndi að gera það besta úr þessu“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna.
Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna.
„Já, ég var einn á staðnum...þetta átti að vera málefnafundur,“ segir Halldór Auðar Svansson, sem leiðir lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, og skellir upp úr.

Mistök urðu við auglýsingu málefnafundar sem átti að fara fram í dag í hádeginu. Mistökin urðu til þess að enginn mætti – nema Halldór. „Ég var þarna einn míns liðs og reyndi að gera það besta úr þessu. Ég reyndi bara að vinna að því sem ég gat unnið einn,“ útskýrir hann með gleðilegan tón í röddinni.

Fundurinn átti að vera klukkan 15 en hefði þá skarast á við svkallað Install-fest, sem Píratar halda í samstarfi við Félags um stafrænt frelsi. Á Innstall-festinu svokallaða getur fólk komið með tölvu sína og fengið hjálp við að uppsetningu á Linux-stýrikerfinu svokallaða.

„Útaf þessum árekstri færðum við málefnafundinn, en það gleymdist að auglýsa nýja tímasetningu nægilega vel,“ útskýrir Halldór.

Halldór segir Pírata í borginni annars vera ákaflega bjartsýna. „Við erum að mælast vel í skoðanakönnunum og eigum möguleika á að ná tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Við höldum bara áfram að vera jákvæð og málefnaleg.“ útskýrir Halldór og segir stefnumál flokksins greinilega höfða til stórs hóps kjósenda.

„Við höfum verið dugleg að halda málefnafundi og á þá hefur verið góð mæting...hingað til,“ segir Halldór. Hann bætir við að Píratar séu í góðum tengslum við grasrótina og því sé reynt að funda reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×