Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 72-75 | Snæfell komið í 2-0 Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 2. apríl 2014 17:02 Hildur Sigurðardóttir skorar tvö af 30 stigum sínum í leiknum fyrir Snæfell. Vísir/Stefán Snæfell getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn en liðið leiðir, 2-0, gegn Haukum í úrslitarimmu liðanna eftir 75-72 sigur í æsispennandi leik á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og mikið stigaskor var í upphafi leiks. Áhorfendur voru vel með á nótunum og mikil og góð stemning var í húsinu. Snæfell var ávallt skrefi á undan í fyrsta leikhluta, en virist þó vera gefa aðeins í undir lok leikhlutans. Guðrún Gróa kom Snæfell í 19-13, gestunum í vil, en Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með flautukörfu undir lok fyrsta leikhluta. Staðan því eftir eftir fyrsta leikhluta, 19-16, Snæfell í vil. Í öðrum leikhluta var allt annað uppá teningnum. Miklu meiri grimmd var í Snæfellsliðinu og þær hirtu hvert frákastið á eftir öðru. Þær juku muninn hægt og rólega og þegar öðrum leikhluta var lokið var munurinn orðinn ellefu stig, 26-37. Þar spilaði mikið inn í að Lele Hardy komst ekki á blað í öðrum leikhluta og sárafáar í Haukaliðinu stigu upp. Það var þó annað að sjá til þeirra í þriðja leikhluta og þær skoruðu sex stig í röð nánast í upphafi þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig, 34-39.Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var öflug í liði Snæfells að vanda.Vísir/StefánÞristarnir hjá Snæfell fóru þó hver af öðrum niður og þar fóru fremstar í flokki Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Sigurðardóttir sem hittu afar vel utan af velli. Eftir þriðja leikhluta leiddu svo gestirnir með níu stigum. Gestirnir virtust ætla sigla sigrinum heim, en frábær kafli Hauka um miðjan fjórða leikhluta snéri leiknum algjörlega. Dagbjört Samúelsdóttir setti niður átta stig á innan við tveimur mínútum og minnkaði muninn í 60-58 þegar sex mínútur voru eftir. Haukastúlkur jöfnuðu svo leikinn og liðin héldust í hendur. Lokamínúturnar voru æsispenandi og spennan rafmögnuð í Schenkerhöllinni. Þegar fimmtíu sekúndur voru eftir var staðan hnífjöfn, 70-70. Hildur Björg Kjartansdóttir hitti fyrir Snæfell og kom gestunum í 72-70 þegar 33 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Lele Hardy jafnaði svo fyrir Hauka þegar sautján sekúndur voru eftir og gestirnir héldu í sókn. Hildur Sigurðardóttir var hetjan, en hún setti niður tveggja stiga skot og fékk að auki víti sem hún hitti úr, 72-75. Þær þrjár sekúndur sem voru eftir náðu heimastúlkur ekki að nýta sér og gestirnir fögnuðu vel og innilega. Lele Hardy var stigahæst sem fyrr hjá Haukum með 23 stig og 12 fráköst. Hún hefur þó oft spilað betur, en þá vantaði hjá Haukunum að fleiri myndu stíga upp og taka af skarið. Margrét Rósa tók aðeins við sér í þriðja leikhluta og Dagbjört Samúelsdóttir aðeins í fjórða leikhluta, en fátt var um aðra fína drætti. Hildur Sigurðardóttir var frábær hjá Snæfell. Hún skoraði hvern þristinn á fætur öðrum úr erfiðum stöðum, en hún skoraði á endanum 30 stig. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16, en einnig lögðu Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir lóð sín á vogaskálirnar. Snæfell getur því tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki á sunnudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn, þá í Stykkishólmi.Hildur Sigurðardóttir með boltann í leiknum.Vísir/StefánHildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells: Flugu ótrúlegustu skot niður ,,Það er ekkert leiðinlegt að koma hingað og vinna sigur. Við höfum gert það nokkrum sinnum í vetur, en þá gerðum við það með fullmannað lið. Núna erum við búnar að verða fyrir smá áföllum, en samt náðum við að halda okkar striki og vinna sigur. Þetta er mjög skemmtilegt," sagði Hildur sem átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði 30 stig. ,,Baráttan og viljinn var til fyrirmyndar. Við vorum áræðnar í sókninni, varnarleikurinn ekki eins góður. Við slógum eitthvað met í síðasta leik varðandi lágt skor í úrslitakeppni. Auðvitað ætluðum við að reyna halda þeim varnarleik áfram, en þær settu meira niður utan af velli og breyttu aðeins sínum sóknarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir fyrir næsta leik." Aðspurð um hvort hafi farið um hana í fjórða leikhlutanum þegar Haukarnir jöfnuðu svaraði Hildur: ,,Já, það fór um mann. Maður var búinn að vera berjast allan þennan tíma, þá hugsar maður bara um að reyna klára þetta. Ég varð aldrei hrædd. Ég vissi að við gætum klárað þetta." ,,Það flugu ótrúlegustu skot niður sem er bara skemmtilegt í úrslitakeppni, fullt hús af áhorfendum og verið að sýna leikinn beint. Það sýnir bara hversu magnaður körfuboltinn er." ,,Við erum með mjög öflugt fólk í kringum okkur og það er búið að vera smala í lið. Fólk er að keyra úr Hólminum á miðvikudegi og þetta er hrikalega flott lið í kringum okkur." ,,Það er planið að klára þetta á sunnudaginn og koma fyrsta Íslandsmeistaratitli kvenna í Hólminn," sagði kampakát Hildur Sigurðardóttir við Vísi í leikslok.Lele Hardy komst ekki á blað í öðrum leikhluta.Vísir/StefánBjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Þær settu stóru skotin ofan í ,,Þetta er mjög sárt. Við grófum okkar gröf framan af í leiknum, vorum ekki nægilega tilbúnar þegar við komum inn. Stelpurnar vildu þó gera betur í síðari hálfleik og leggja sig fram. Þær gerðu það í seinni hálfleik, en þetta datt Snæfells megin í dag. Þær settu stóru skotin ofan í, en okkur vantaði nokkur," sagði Bjarni svekktur í leikslok. ,,Við vorum ekki nógu sterkar sóknarlega sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum ekki nægilega árasargjarnar að fara á körfuna, en þær svöruðu þó aðeins kallinu í seinni hálfleik. Þær komu sterkar inn í leikinn, en Snæfell setti alltaf niður stórar körfur þegar þær þurftu á því að halda." ,,Við náðum ekki að jafna leikinn eins fljótt og við vorum að vonast eftir. Í lokin hefði þetta svo getað dottið okkar meginn, en þær kláruðu þetta." ,,Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum að koma til baka, en að sama skapi er ég ekki ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Við vorum ekki nægilega árasgjarnar og vorum ekki að sækja nógu vel á körfuna. Það voru punktar, sérstaklega sóknarlega í fyrri hálfleik, sem ég var ekki ánægður með." Nú er að duga eða drepast fyrir Haukana. Tap á sunnudaginn og einvígið er búið. Bjarni er meðvitaður um það: ,,Það verður gaman að fara í Hólminn á sunnudaginn og ná í sigur. Það er ekkert annað í boði. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og koma sterkar í þann leik," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok.Haukar-Snæfell 72-75 (16-19, 10-18, 22-20, 24-18)Haukar: Lele Hardy 23/12 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15, Íris Sverrisdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 1.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 30/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 15/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 1/6 fráköst.Leiklýsingin:Fjórða leikhluta lokið | 72-75: Hildur Sigurðardóttir hetja Snæfells! Setur niður tveggja stiga skot og fær víti að auki, sem hún hittir. Haukarnir ná ekki að koma sér fram völlinn enda einungis þrjár sekúndur eftir og Íris tekur vonlaust skot sem drífur ekki. Snæfell komið í 2-0!39. mín | 72-72: Þetta er ekkert grín hérna. Jafnt þegar sautján sekúndur eru eftir!39. mín | 70-72: Lele klikkar á tveimur vítum, en hinu megin hittir Hildur Kjartansdóttir eftir fínar hreyfingar undiur körfunni. 33 sekúndur eftir og Bjarni tekur leikhlé. 38. mín | 70-70: Lele Hardy jafnar fyrir Hauka! Innan við tvær mínútur eftir. Við erum að tala um alvöru dramatík í Schenkerhöllinni. Þakið er að rifna af húsinu. Þvílík stemning!37. mín | 66-70: Þvílík dramatík. Gestirnir úr Stykkishólmi leiða með fjórum stigum þegar þrjár mínútur eru eftir. Mikil spenna í húsinu. 36. mín | 63-65: Tveggja stiga munur þegar fjórar mínútur eru til leiksloka. Lovísa Björt setti niður þrist fyrir heimastúlkur og jafnaði, en Hildur Kjartansdóttir gerði vel fyrir Snæfell og hitti með flottu skoti. 33. mín | 56-60: Dagbjört með tvo þrista í röð og Lele Hardy setur svo niður tveggja stiga körfu. Munurinn fjögur stig! Þvílíkur leikur! Innan við sjö mínútur eftir. 31. mín | 51-60: Vá. Þvílík karfa. Hildur Sigurðardóttir setur niður svakalegan þrist með varnarmann ofan í sér. Þetta er efni í kennslumyndband. Risa þristur fyrir gestina. Tólf stiga munur. Dagbjört svarar hinu megin einnig með þrist. Minnkar í níu stig. 3. leikhluta lokið | 48-57: Níu stiga munur eftir þriðja leikhluta. Nú þurfa Haukastúlkur að spýta í lófana, en þær hafa tíu mínútur til að bjarga leiknum. 29. mín | 48-55: Íris Sverrisdóttir með þrist og munurinn sjö stig. Innan við mínúta eftir af þriðja leikhluta. 27. mín | 45-53: Átta stiga munur þegar innan við þrjár mínútur eru eftir. Helga Hjördís heldur áfram að setja niður þristana og Hildur Sigurðardóttir einnig. Bjarni, þjálfari Hauka, vill eitthvað ræða við sínar stelpur og tekur leikhlé. 25. mín | 41-47: Vá. Þristasýning í Schenkerhöllinni. Munurinn sex stig. 23. mín | 34-39: Gott áhlaup hjá heimastúlkum þessa mínútuna. Munurinn kominn niður í fimm stig, en þær hafa skorað sex stig í röð. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Líklega með smá áhyggjur. 21. mín | 30-39: Lele Hardy var ekki lengi að skora sín fyrstu stig í þriðja leikhluta. Haukastúlkur virka mun ákveðnari núna heldur en í fyrri hálfleik. Meiri grimmd. Jákvætt fyrir þær. Hálfleikur | 26-37: Ellefu stiga munur í hálfleik. Lele Hardy er stigahæst hjá Haukum með ellefu stig, en hún skoraði þó ekki stig í öðrum leikhluta. Hildur Sigurðardóttir er stigahæst hjá gestunum með tólf stig. Guðrún Gróa og Helga Hjördís hafa einnig verið að spila vel, en þær eru báðar komnar með ellefu stig. 19. mín | 23-34: Hildur Sigurðardóttir setur niður körfu og á víti inni. Ingi Þór tekur leikhlé, en vörn Hauka hafði aðeins verið að styrkjast. Rúm ein mínúta til hálfleiks. 16. mín | 21-32: Helga Hjördís að fara á kostum í liði Snæfells þessa stundina. Annar þristurinn hjá henni í kvöld og munurinn ellefu stig. Helga er með níu stig. 14. mín | 17-27: Vá. Þvílíkur kafli hjá Snæfell. Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa að spila virkilega vel og báðar komnar með níu stig, en Guðrún Gróa var að auka muninn í tíu stig. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, langt því frá að vera sáttur og tekur leikhlé. Stuðningsmenn Snæfells hlaða í smá bongó-sóló í stúkunnii. 12. mín | 16-21: Tók tæpar tvær mínútur að fá fyrstu stigi annars leikhluta. Helga Björgvinsdóttir gerði þau. Mikil grimmd í báðum liðum. 1. leikhluta lokið | 16-19: Vá. Þvílíkur endir á fyrsta leikhluta. Snæfell vann boltann þegar sex sekúndur voru eftir, en Hildur Sigurðardóttir tapaði honum. Heimastúlkur stilltu upp fyrir Lele Hardy sem smellti niður þrist. Munurinn því þrjú stig.9. mín | 13-19: Snæfell gefur aðeins í og Guðrún Gróa eykur muninn í sex stig rétt fyrir lok fyrsta leikluta. Tæp mínúta eftir. 8. mín | 13-15: Lele Hardy kominn með átta stig af þrettán. Báðir þjálfarar ræða aðeins undanfarna dóma við þjálfarana. Spennustigið hátt eins og gengur og gerist í úrslitaleik. 6. mín | 9-14: Fimm stiga munur. Þrír þristar farnir niður hjá Snæfell við mikla kátínu stuðningsmanna liðsins. 4. mín | 7-11: Mikið stigaskor hér í upphafi. Þristarnir ætla fara niður hjá Snæfell í dag. Tveir af tveim; Hildur og Guðrún Gróa með sitthvorn. Mikil steminng í húsinu. 2.mín | 3-5: Alvöru byrjun á leiknum hérna. Lele Hardy skoraði fyrstu stigin með flottu sniðskoti, en Hildur Sigurðardóttir hefur skorað öll fimm stig gestana. 0. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn! Fínasta mæting í stúkuna og stemningin góð. Góða skemmtun. Fyrir leik: Nú styttist óðum í leik. Um tíu mínútur eru í leik og bæði lið halda til búningsherbergja. Dómarar í dag eru þeir Björgvin Rúnarsson og Davíð Tómas Tómasson. Fyrir leik: Liðin hafa spilað sex leiki innbyrðis í vetur. Fjóra í deildinni, einn í bikarnum og einn í úrslitunum. Snæfell hefur unnið fimm af sex, en eini leikurinn sem Haukastúlkur hafa unnið var sjálfur bikarúrslitaleikurinn. Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan vann Snæfell fyrsta leik liðanna, 59-50. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Snæfell með 16 stig, en Lele Hardy var sem fyrr öflug fyrir gestina. Hún skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Fyrir leik: Chynna Brown er ekki með í kvöld, en hún var ekki heldur með í fyrsta leik liðanna. Það er mikil blóðtaka fyrir gestina, en hún var gífurlega öflug í vetur fyrir Snæfell. Fyrir leik: Verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu úr Schenker-höllinni. Haukastúlkur geta jafnað metin í úrslitaeinvíginu gegn Snæfell, en staðan er 1-0 fyrir Snæfell. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Snæfell getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn en liðið leiðir, 2-0, gegn Haukum í úrslitarimmu liðanna eftir 75-72 sigur í æsispennandi leik á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og mikið stigaskor var í upphafi leiks. Áhorfendur voru vel með á nótunum og mikil og góð stemning var í húsinu. Snæfell var ávallt skrefi á undan í fyrsta leikhluta, en virist þó vera gefa aðeins í undir lok leikhlutans. Guðrún Gróa kom Snæfell í 19-13, gestunum í vil, en Lele Hardy minnkaði muninn í þrjú stig með flautukörfu undir lok fyrsta leikhluta. Staðan því eftir eftir fyrsta leikhluta, 19-16, Snæfell í vil. Í öðrum leikhluta var allt annað uppá teningnum. Miklu meiri grimmd var í Snæfellsliðinu og þær hirtu hvert frákastið á eftir öðru. Þær juku muninn hægt og rólega og þegar öðrum leikhluta var lokið var munurinn orðinn ellefu stig, 26-37. Þar spilaði mikið inn í að Lele Hardy komst ekki á blað í öðrum leikhluta og sárafáar í Haukaliðinu stigu upp. Það var þó annað að sjá til þeirra í þriðja leikhluta og þær skoruðu sex stig í röð nánast í upphafi þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig, 34-39.Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var öflug í liði Snæfells að vanda.Vísir/StefánÞristarnir hjá Snæfell fóru þó hver af öðrum niður og þar fóru fremstar í flokki Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Sigurðardóttir sem hittu afar vel utan af velli. Eftir þriðja leikhluta leiddu svo gestirnir með níu stigum. Gestirnir virtust ætla sigla sigrinum heim, en frábær kafli Hauka um miðjan fjórða leikhluta snéri leiknum algjörlega. Dagbjört Samúelsdóttir setti niður átta stig á innan við tveimur mínútum og minnkaði muninn í 60-58 þegar sex mínútur voru eftir. Haukastúlkur jöfnuðu svo leikinn og liðin héldust í hendur. Lokamínúturnar voru æsispenandi og spennan rafmögnuð í Schenkerhöllinni. Þegar fimmtíu sekúndur voru eftir var staðan hnífjöfn, 70-70. Hildur Björg Kjartansdóttir hitti fyrir Snæfell og kom gestunum í 72-70 þegar 33 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Lele Hardy jafnaði svo fyrir Hauka þegar sautján sekúndur voru eftir og gestirnir héldu í sókn. Hildur Sigurðardóttir var hetjan, en hún setti niður tveggja stiga skot og fékk að auki víti sem hún hitti úr, 72-75. Þær þrjár sekúndur sem voru eftir náðu heimastúlkur ekki að nýta sér og gestirnir fögnuðu vel og innilega. Lele Hardy var stigahæst sem fyrr hjá Haukum með 23 stig og 12 fráköst. Hún hefur þó oft spilað betur, en þá vantaði hjá Haukunum að fleiri myndu stíga upp og taka af skarið. Margrét Rósa tók aðeins við sér í þriðja leikhluta og Dagbjört Samúelsdóttir aðeins í fjórða leikhluta, en fátt var um aðra fína drætti. Hildur Sigurðardóttir var frábær hjá Snæfell. Hún skoraði hvern þristinn á fætur öðrum úr erfiðum stöðum, en hún skoraði á endanum 30 stig. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16, en einnig lögðu Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir lóð sín á vogaskálirnar. Snæfell getur því tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki á sunnudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn, þá í Stykkishólmi.Hildur Sigurðardóttir með boltann í leiknum.Vísir/StefánHildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells: Flugu ótrúlegustu skot niður ,,Það er ekkert leiðinlegt að koma hingað og vinna sigur. Við höfum gert það nokkrum sinnum í vetur, en þá gerðum við það með fullmannað lið. Núna erum við búnar að verða fyrir smá áföllum, en samt náðum við að halda okkar striki og vinna sigur. Þetta er mjög skemmtilegt," sagði Hildur sem átti mjög góðan leik í kvöld og skoraði 30 stig. ,,Baráttan og viljinn var til fyrirmyndar. Við vorum áræðnar í sókninni, varnarleikurinn ekki eins góður. Við slógum eitthvað met í síðasta leik varðandi lágt skor í úrslitakeppni. Auðvitað ætluðum við að reyna halda þeim varnarleik áfram, en þær settu meira niður utan af velli og breyttu aðeins sínum sóknarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir fyrir næsta leik." Aðspurð um hvort hafi farið um hana í fjórða leikhlutanum þegar Haukarnir jöfnuðu svaraði Hildur: ,,Já, það fór um mann. Maður var búinn að vera berjast allan þennan tíma, þá hugsar maður bara um að reyna klára þetta. Ég varð aldrei hrædd. Ég vissi að við gætum klárað þetta." ,,Það flugu ótrúlegustu skot niður sem er bara skemmtilegt í úrslitakeppni, fullt hús af áhorfendum og verið að sýna leikinn beint. Það sýnir bara hversu magnaður körfuboltinn er." ,,Við erum með mjög öflugt fólk í kringum okkur og það er búið að vera smala í lið. Fólk er að keyra úr Hólminum á miðvikudegi og þetta er hrikalega flott lið í kringum okkur." ,,Það er planið að klára þetta á sunnudaginn og koma fyrsta Íslandsmeistaratitli kvenna í Hólminn," sagði kampakát Hildur Sigurðardóttir við Vísi í leikslok.Lele Hardy komst ekki á blað í öðrum leikhluta.Vísir/StefánBjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Þær settu stóru skotin ofan í ,,Þetta er mjög sárt. Við grófum okkar gröf framan af í leiknum, vorum ekki nægilega tilbúnar þegar við komum inn. Stelpurnar vildu þó gera betur í síðari hálfleik og leggja sig fram. Þær gerðu það í seinni hálfleik, en þetta datt Snæfells megin í dag. Þær settu stóru skotin ofan í, en okkur vantaði nokkur," sagði Bjarni svekktur í leikslok. ,,Við vorum ekki nógu sterkar sóknarlega sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum ekki nægilega árasargjarnar að fara á körfuna, en þær svöruðu þó aðeins kallinu í seinni hálfleik. Þær komu sterkar inn í leikinn, en Snæfell setti alltaf niður stórar körfur þegar þær þurftu á því að halda." ,,Við náðum ekki að jafna leikinn eins fljótt og við vorum að vonast eftir. Í lokin hefði þetta svo getað dottið okkar meginn, en þær kláruðu þetta." ,,Ég er ánægður með karakterinn sem við sýndum að koma til baka, en að sama skapi er ég ekki ánægður með hvernig við komum inn í leikinn. Við vorum ekki nægilega árasgjarnar og vorum ekki að sækja nógu vel á körfuna. Það voru punktar, sérstaklega sóknarlega í fyrri hálfleik, sem ég var ekki ánægður með." Nú er að duga eða drepast fyrir Haukana. Tap á sunnudaginn og einvígið er búið. Bjarni er meðvitaður um það: ,,Það verður gaman að fara í Hólminn á sunnudaginn og ná í sigur. Það er ekkert annað í boði. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og koma sterkar í þann leik," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok.Haukar-Snæfell 72-75 (16-19, 10-18, 22-20, 24-18)Haukar: Lele Hardy 23/12 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15, Íris Sverrisdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 1.Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 30/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 15/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 1/6 fráköst.Leiklýsingin:Fjórða leikhluta lokið | 72-75: Hildur Sigurðardóttir hetja Snæfells! Setur niður tveggja stiga skot og fær víti að auki, sem hún hittir. Haukarnir ná ekki að koma sér fram völlinn enda einungis þrjár sekúndur eftir og Íris tekur vonlaust skot sem drífur ekki. Snæfell komið í 2-0!39. mín | 72-72: Þetta er ekkert grín hérna. Jafnt þegar sautján sekúndur eru eftir!39. mín | 70-72: Lele klikkar á tveimur vítum, en hinu megin hittir Hildur Kjartansdóttir eftir fínar hreyfingar undiur körfunni. 33 sekúndur eftir og Bjarni tekur leikhlé. 38. mín | 70-70: Lele Hardy jafnar fyrir Hauka! Innan við tvær mínútur eftir. Við erum að tala um alvöru dramatík í Schenkerhöllinni. Þakið er að rifna af húsinu. Þvílík stemning!37. mín | 66-70: Þvílík dramatík. Gestirnir úr Stykkishólmi leiða með fjórum stigum þegar þrjár mínútur eru eftir. Mikil spenna í húsinu. 36. mín | 63-65: Tveggja stiga munur þegar fjórar mínútur eru til leiksloka. Lovísa Björt setti niður þrist fyrir heimastúlkur og jafnaði, en Hildur Kjartansdóttir gerði vel fyrir Snæfell og hitti með flottu skoti. 33. mín | 56-60: Dagbjört með tvo þrista í röð og Lele Hardy setur svo niður tveggja stiga körfu. Munurinn fjögur stig! Þvílíkur leikur! Innan við sjö mínútur eftir. 31. mín | 51-60: Vá. Þvílík karfa. Hildur Sigurðardóttir setur niður svakalegan þrist með varnarmann ofan í sér. Þetta er efni í kennslumyndband. Risa þristur fyrir gestina. Tólf stiga munur. Dagbjört svarar hinu megin einnig með þrist. Minnkar í níu stig. 3. leikhluta lokið | 48-57: Níu stiga munur eftir þriðja leikhluta. Nú þurfa Haukastúlkur að spýta í lófana, en þær hafa tíu mínútur til að bjarga leiknum. 29. mín | 48-55: Íris Sverrisdóttir með þrist og munurinn sjö stig. Innan við mínúta eftir af þriðja leikhluta. 27. mín | 45-53: Átta stiga munur þegar innan við þrjár mínútur eru eftir. Helga Hjördís heldur áfram að setja niður þristana og Hildur Sigurðardóttir einnig. Bjarni, þjálfari Hauka, vill eitthvað ræða við sínar stelpur og tekur leikhlé. 25. mín | 41-47: Vá. Þristasýning í Schenkerhöllinni. Munurinn sex stig. 23. mín | 34-39: Gott áhlaup hjá heimastúlkum þessa mínútuna. Munurinn kominn niður í fimm stig, en þær hafa skorað sex stig í röð. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé. Líklega með smá áhyggjur. 21. mín | 30-39: Lele Hardy var ekki lengi að skora sín fyrstu stig í þriðja leikhluta. Haukastúlkur virka mun ákveðnari núna heldur en í fyrri hálfleik. Meiri grimmd. Jákvætt fyrir þær. Hálfleikur | 26-37: Ellefu stiga munur í hálfleik. Lele Hardy er stigahæst hjá Haukum með ellefu stig, en hún skoraði þó ekki stig í öðrum leikhluta. Hildur Sigurðardóttir er stigahæst hjá gestunum með tólf stig. Guðrún Gróa og Helga Hjördís hafa einnig verið að spila vel, en þær eru báðar komnar með ellefu stig. 19. mín | 23-34: Hildur Sigurðardóttir setur niður körfu og á víti inni. Ingi Þór tekur leikhlé, en vörn Hauka hafði aðeins verið að styrkjast. Rúm ein mínúta til hálfleiks. 16. mín | 21-32: Helga Hjördís að fara á kostum í liði Snæfells þessa stundina. Annar þristurinn hjá henni í kvöld og munurinn ellefu stig. Helga er með níu stig. 14. mín | 17-27: Vá. Þvílíkur kafli hjá Snæfell. Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa að spila virkilega vel og báðar komnar með níu stig, en Guðrún Gróa var að auka muninn í tíu stig. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, langt því frá að vera sáttur og tekur leikhlé. Stuðningsmenn Snæfells hlaða í smá bongó-sóló í stúkunnii. 12. mín | 16-21: Tók tæpar tvær mínútur að fá fyrstu stigi annars leikhluta. Helga Björgvinsdóttir gerði þau. Mikil grimmd í báðum liðum. 1. leikhluta lokið | 16-19: Vá. Þvílíkur endir á fyrsta leikhluta. Snæfell vann boltann þegar sex sekúndur voru eftir, en Hildur Sigurðardóttir tapaði honum. Heimastúlkur stilltu upp fyrir Lele Hardy sem smellti niður þrist. Munurinn því þrjú stig.9. mín | 13-19: Snæfell gefur aðeins í og Guðrún Gróa eykur muninn í sex stig rétt fyrir lok fyrsta leikluta. Tæp mínúta eftir. 8. mín | 13-15: Lele Hardy kominn með átta stig af þrettán. Báðir þjálfarar ræða aðeins undanfarna dóma við þjálfarana. Spennustigið hátt eins og gengur og gerist í úrslitaleik. 6. mín | 9-14: Fimm stiga munur. Þrír þristar farnir niður hjá Snæfell við mikla kátínu stuðningsmanna liðsins. 4. mín | 7-11: Mikið stigaskor hér í upphafi. Þristarnir ætla fara niður hjá Snæfell í dag. Tveir af tveim; Hildur og Guðrún Gróa með sitthvorn. Mikil steminng í húsinu. 2.mín | 3-5: Alvöru byrjun á leiknum hérna. Lele Hardy skoraði fyrstu stigin með flottu sniðskoti, en Hildur Sigurðardóttir hefur skorað öll fimm stig gestana. 0. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn! Fínasta mæting í stúkuna og stemningin góð. Góða skemmtun. Fyrir leik: Nú styttist óðum í leik. Um tíu mínútur eru í leik og bæði lið halda til búningsherbergja. Dómarar í dag eru þeir Björgvin Rúnarsson og Davíð Tómas Tómasson. Fyrir leik: Liðin hafa spilað sex leiki innbyrðis í vetur. Fjóra í deildinni, einn í bikarnum og einn í úrslitunum. Snæfell hefur unnið fimm af sex, en eini leikurinn sem Haukastúlkur hafa unnið var sjálfur bikarúrslitaleikurinn. Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan vann Snæfell fyrsta leik liðanna, 59-50. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Snæfell með 16 stig, en Lele Hardy var sem fyrr öflug fyrir gestina. Hún skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Fyrir leik: Chynna Brown er ekki með í kvöld, en hún var ekki heldur með í fyrsta leik liðanna. Það er mikil blóðtaka fyrir gestina, en hún var gífurlega öflug í vetur fyrir Snæfell. Fyrir leik: Verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu úr Schenker-höllinni. Haukastúlkur geta jafnað metin í úrslitaeinvíginu gegn Snæfell, en staðan er 1-0 fyrir Snæfell.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira