Stelpurnar unnu brons á NM - níu í úrslitum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 10:45 Íslensku bronsstelpurnar. Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleiknum tryggði sér í gær bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fer fram um páskahelgina í Halmstad í Svíþjóð. Svíar urðu Norðurlandameistarar eftir yfirburðarsigur og Finnar fengu silfrið. Íslenska sveitin var með heildareinkunn upp á 142,050 stig en Svíar voru með 165,050 stig og Finnar fengu 148,550 stig í heildina. Íslenska bronsliðið skipa þær Hildur Ólafsdóttir (Fylkir), Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto (allar í Gerplu) og Þórey Kristinsdóttir (Björk). Agnes var með hæstu heildareinkunn íslenska liðsins (47,400) og náði sjöunda sætinu yfir bestu frammistöðu kvenna í keppninni en næstar henni úr íslenska liðinu komu þær Thelma Rut (9. sæti: 46,900) og Norma Dögg (10. sæti: 46,350). Mótið heldur áfram í dag en Ísland á þá alls níu keppendur í úrslitum á einstökum áhöldum. Hildur Ólafsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir keppa í úrslitum í stökki í kvennaflokki, Agnes Suto komst í úrslit á jafnvægisslá og Thelma Rut Hermannsdóttir keppir í úrslitum í gólfæfingum. Gróttustelpan Nanna Guðmundsdóttir er síðan í úrslitum í stökki og á gólfi í stúlknaflokki. Í karlaflokki keppa þeir Jón Sigurður Gunnarsson og Bjarki Ásgeirsson í úrslitum í hringum og Pálmi Rafn Steindórsson tryggði sér sæti í úrslitum í stökki. Hringirnir eru sterk grein hjá íslenskum fimleikamönnum því Eyþór Örn Baldursson er síðan í úrslitum í hringjum í drengjaflokki.Íslenska kvennasveitin á verðlaunapallinum.Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleiknum tryggði sér í gær bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fer fram um páskahelgina í Halmstad í Svíþjóð. Svíar urðu Norðurlandameistarar eftir yfirburðarsigur og Finnar fengu silfrið. Íslenska sveitin var með heildareinkunn upp á 142,050 stig en Svíar voru með 165,050 stig og Finnar fengu 148,550 stig í heildina. Íslenska bronsliðið skipa þær Hildur Ólafsdóttir (Fylkir), Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto (allar í Gerplu) og Þórey Kristinsdóttir (Björk). Agnes var með hæstu heildareinkunn íslenska liðsins (47,400) og náði sjöunda sætinu yfir bestu frammistöðu kvenna í keppninni en næstar henni úr íslenska liðinu komu þær Thelma Rut (9. sæti: 46,900) og Norma Dögg (10. sæti: 46,350). Mótið heldur áfram í dag en Ísland á þá alls níu keppendur í úrslitum á einstökum áhöldum. Hildur Ólafsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir keppa í úrslitum í stökki í kvennaflokki, Agnes Suto komst í úrslit á jafnvægisslá og Thelma Rut Hermannsdóttir keppir í úrslitum í gólfæfingum. Gróttustelpan Nanna Guðmundsdóttir er síðan í úrslitum í stökki og á gólfi í stúlknaflokki. Í karlaflokki keppa þeir Jón Sigurður Gunnarsson og Bjarki Ásgeirsson í úrslitum í hringum og Pálmi Rafn Steindórsson tryggði sér sæti í úrslitum í stökki. Hringirnir eru sterk grein hjá íslenskum fimleikamönnum því Eyþór Örn Baldursson er síðan í úrslitum í hringjum í drengjaflokki.Íslenska kvennasveitin á verðlaunapallinum.Mynd/Fésbókarsíða FSÍ
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira