Guðni undir feldi Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2014 13:14 Fari Guðni fram og nái inn er ekki loku fyrir það skotið að hann komist í oddastöðu og gæti þannig orðið borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira