Vigdís segir engan vanda að vinna upp fylgi á tveimur mánuðum Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2014 13:48 Vigdís vill ekki gefa neitt út um hvort hún leggi í þann slag að leiða framsóknarmenn í borginni. visir/gva Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“ Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent